Ofát, andvökur og meðvirkni....

Klukkan er rétt að verða átta að morgni og ég bara komin við tölvuna. Ef það væri vegna dugnaðar og ferskleika væri það hið besta mál, en nei. sú er nú víst ekki raunin..... ofát síðustu daga er nefnilega farið að segja til sín. Að baki eru matar og kaffiboð sem voru á við bestu fermingarveislur. Ef þessu áti fer ekki að linna  hvað úr hverju mun birtast á mér bumba sem hver rútubílstjóri gæti verið stoltur af.W00t

Svo eru meltingar truflanir farnar að gera vart við sig með tilheyrandi vökum, ofan í mig hefur farið ómælt af smákökum, konfekti, saltfiski, skötu,steikum, eftirréttum,og öli, ásamt öllu tilheyrandi meðlæti, og framundan eru enn meiri átdagar.... Svo hefur öll hreyfing verið í lágmarki...ískápur...sófi.....ískápur....eldhús......ískápur....rúm.....ískápur.....klósett....ískápur.....svalir ??, jú maður verður að reykja með þessu...ískápur.......

 Ég  hef komist að því síðustu nætur, að í mér blundar meðvirkni af verstu gerð, ég hef aldrei sýnt þvílíka takta á því sviði eins og ég hef gert undanfarna daga og það gagnvart hundum. Whistling Hef verið að passa hvolpa dúska dóttur minnar og þeir eru ekkert endilega að sofa á sama tíma og ég. Þó náði vitleysan hámarki í nótt.....kom sjálfri mér alveg á óvart.

Hundamamman fór að væla í nótt og auðvitað um það leyti sem ég var að festa svefn, nú amman rauk fram til að athuga hvað amaði að, og auðvitað var ekkert að, tíkin vildi bara komast inn til mín, ég gerði heiðarlega tilraun til að horfa ákveðið  í stór biðjandi augu hundsins og segja nei......gat það bara ekki.

Inn fór syfjuð amma með hundskott töltandi á eftir sér. Í annað sinn er ég að sofna þegar hvolparnir fara að væla, tíkin sperrist upp og krafsar á hurðina, vill auðvitað komast fram til barnanna sinna, amman fer fram úr opnar dyr og inn ryðst hersingin, 4 litlir dúskar bitu sig fasta á tærnar á mér.

Hvolpunum var dröslað fram og inn í búr, og aftur stormaði ég inn í herbergi. Eftir smástund fer tíkin að gelta og hvolparnir líka, amman gefst upp, tekur sæng og stormar brúnaþung fram í stofu og upp í sófa, náði að dorma um stund með höndina lafandi niður á gólf og hvolpana nagandi kjúkurnar á mér.

Ég er greinilega að eldast... uppeldisgetan er í lágmarki, börnin mín hefðu ekki komist upp með svona takta eins og hvolparnir.


Er farin að ná mér í kríu......eða horfa á bólgin og bráðfalleg (bold and bjútifúl)  neeee, þá er krían betri.Sleeping

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Til hamingju með daginn í gær

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 11:56

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dásamlega nótt hjá þér skvísa.  Eigðu góðan dag með voffunum. Þeir sofa örugglega í dag meðan þú vakir, geturðu ekki lagt þig??

Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 13:04

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta hlómaði eins og ég hefði skrifað færsluna!  margar andvökunætur búnar að vera hér vegna hvolpa. Ég er orðin of gömul fyrir svona vitleysu

Huld S. Ringsted, 27.12.2007 kl. 17:52

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Æii Huld hvað það er gott að heyra að ég er ekki ein um að vera OF góð við hvolpana...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.12.2007 kl. 18:10

5 Smámynd: Ragnheiður

Hefði þér tekist að horfa í hundsaugu og segja nei við hana þá hefði ég orðið hissa á þér ...hrmpf....hvuttar hafa lag á að bræða mann voðalega

Ragnheiður , 27.12.2007 kl. 19:31

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sammála þér Hrafnhildur, þvílíkt ofát á manni sl daga, þetta telst ekki eðlilegt, græðgin gjörsamlega heltekur mann og á endanum verður manni illt  

Bestu kveðjur til allra í kotinu þínu

Erna Friðriksdóttir, 27.12.2007 kl. 20:42

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.12.2007 kl. 00:51

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku dúllan, jólin meiða meltinguna

Ég hefði getað sagt þér það, að uppeldisgetunni fer hrakandi með hverjum nýjum lið í ættboganum.  Sjálfstjórnin er engin.

Knús á þig dúlla mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.12.2007 kl. 13:13

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei komin aftur, nú til að óska þér gleðilegs nýss árs og þakka fyrir skemmtileg bloggkynni á árinu sem er að líða.

Knús á þig og þína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.12.2007 kl. 16:42

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gleðilegt ár Hrafnhildur, hlakka til að hitta þig á nýja árinu!

Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 00:12

11 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

gleðilegt nýtt ár

Þórunn Óttarsdóttir, 1.1.2008 kl. 12:09

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Þvælist hér í bloggheimsóknum í stað þess að sinna matarþörf fjöslkyldunnar, ef menn eru svangir geta þeir bjargað sér ekki satt hehehehe

Gleðilegt ár mín kæra

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.1.2008 kl. 17:06

13 identicon

Gleðilegt ár Hrafnhildur og fjölskylda - ásamt dúskum og öðru fylgifólki. Kær kveðja frá Danmörku. Helga og co.

Helga Hinriksd (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:04

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir kveðjur og innlit allar saman og bið að heilsa ykkur Helga mín í Danmörku...já og  Gleðilegt ár til ykkar líka.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.1.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband