Gleðilegt ár,vinir vandamenn og allir hinir.

Síðustu dagar hafa verið yndislegir. Ég, húsband og yngsta dóttir fórum vestur til litlu systur minnar og hennar fjölskyldu til að eyða áramótunum þar eins og við höfum gert ótal sinnum áður.

Á gamlárskvöld er iðulega opið hús hjá þeim, borð svigna undan veitingum og hinir og þessir kíkja í heimsókn.

Eftir miðnætti skelltum við okkur öll á sveitaball og yngsta barnið okkar fór með. Hún skemmti sér konunglega við það að dansa við foreldrana klukkutímum saman. Ég er samt alltaf jafn hissa hvað lífið æðir áfram komið árið 2008 og yngsta barnið úti að skemmta sér með okkur.Ég hefði gjarnan viljað hafa hinar dætur mínar hjá mér, en það er víst ekki hægt að vera á mörgum stöðum í einu.

Á nýársdag pökkuðum við okkur saman og brenndum heim. Enn eru svo nokkrir dagar í að skólinn byrji þannig að maður getur komið sér í rútínu aftur, klárað að lesa allar bækurnar sem við fengum í jólagjöf og trappað sig niður af átinu ekki veitir af öll föt orðin ískyggilega þröng um miðjuna....og kannski keypt sér kort í ræktina.W00t

Enn þangað til næst ble ble......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.1.2008 kl. 01:10

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk sömuleiðis.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.1.2008 kl. 01:13

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilegt ár mín kæra, bíð spennt eftir færslum á nýju ári.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband