Kvef blogg......

Er rétt í þessu að rísa úr rúmi, er búinn að liggja í bælinu í dag með kvef no 3....þetta ætlar seint  að taka enda, ég hef fengið síendurtekið  kvef síðan í janúar.. Angry  Var að velta því fyrir mér hvort hún Jenný mín hefði sent mér ljótuna??? allavega er útlitið ekki upp á marga fiska, skrælnaðar varir, úfið hár og bólgið andlit.

Tvær dætra minna eru líka heima með kvef og samskonar ljótu... , sú eldri er heyrnarskert svo þegar hún kvefast þá heyrir hún nánast  ekkert, en þá grípur hún til varalesturs, hún er ótrúlega flink í því enda þurft að notast við hann meira og minna síðan hún var pínu lítil. Ég er þó þakklát fyrir það í dag að hún skuli vera læs því þegar hún var yngri þá var sjónvarpið alltaf í botni og við hjónin urðum nánast að öskra til að geta talað saman.

Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá hana brasa með heyrnartækin sín áðan, að þegar hún var yngri áttum við að tala sem mest við hana til að örva talþroskann hjá henni, ég hafði einhverju sinni talað í langan tíma en ekki fengið nein viðbrögð, þegar ég kannaði málið þá sá ég að hún hafði bara slökkt á tækjunum..W00t nennti ekki að hlusta á rausið í mömmu sinni.

Er farin aftur undir feld, verð að ná mér hið fyrsta svo ég nái að klára verkefnin fyrir þennan kúrs....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan bata góan mín.Knús á "börnin"okkar.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:47

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Æ, aumingja stelpan þín að verða bara heyrnarlaus ef hún fær kvef. Sjálf fæ ég alltaf kvef í augun og verð eins og blindur kettlingur. Sendi ykkur margar margar óskir um góðan batan

Helga Magnúsdóttir, 5.3.2008 kl. 22:54

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Láttu þér batna Hrafnhildur

Huld S. Ringsted, 5.3.2008 kl. 23:35

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar...er að vinna í því á fullu að láta mér batna....veit fátt leiðinlegra en að vera veik

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.3.2008 kl. 00:32

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vonandi fer þetta að koma, sko með fegurðina.  Ekki eðlilegt hvað maður ljótkast við að vera veikur.  Hm... og svo er maður á besta aldri.

Knús og klem.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2008 kl. 13:35

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

He he já það er eins gott að útlitið fari að skána....það er svo leiðinlegt að vera með ljótuna...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.3.2008 kl. 14:00

7 Smámynd: Kolgrima

Hugsa til þín, kerlingarsnill Góðan bata, vona innilega að þú verðir farin að hlaupa um eins og hind áður en langt um líður

Kolgrima, 6.3.2008 kl. 23:55

8 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Ljótan...??? þú verður ALLDREY ljót... bara betri falleg... annas var þetta bara innlitskvitt og baráttukveðja í lasleikanum...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 7.3.2008 kl. 11:40

9 Smámynd: Fríða Eyland

'Ónæmiskerfið fer í rúst við að hætta að reykja, þekki það af eigin reynslu. Kvefast alltaf þegar ég hætti, annars allt sæmó hjá mér ?

Fríða Eyland, 7.3.2008 kl. 19:19

10 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Láttu þér batna

Guðjón H Finnbogason, 7.3.2008 kl. 21:49

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir hughreystandi kveðjur kæru vinir. Fór í skólann í dag og er ekki frá því að ég sé að skána.....og innan tíðar verð ég eins og hind skoppandi um götur Akureyrar...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.3.2008 kl. 22:20

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég mun semsagt þekkja þig á hornunum þegar ég kem norður í vor, falleg Hind, skoppandi eftir götunum.  Hlakka sko bara til.  Vona að heilsan sé að lagast.  KNús á þig mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.3.2008 kl. 22:43

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

ha ha ég ætla rétt að vona að ég sleppi við hornin þó ég ég verði léttari á mér við að hætta reykja...knús til baka

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.3.2008 kl. 22:50

14 identicon

Hæ skvís þú ert náttúrulega bara hetja smá flensa er nú lítið til að kvarta yfir aðalmálið er reykingarnar þessar lungnavélar það er martröð þú verður að vera hætt áður er þú lendir í einni svoleiðis eins og ég er í molum,tannlaus og allt þá get ég sagt með góðri trú að lungnavélin hafi verið verst;(

Og ekki óskar maður þess upp á vini sína það var nó að ég hvaldist í henni

sjúkra og hjólastólakveðjur Telma Brim.

Telma (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband