Næturblogg....össur hvað......

Nú geri ég eins og össur....blogga um miðja nótt. Ég er greinilega orðin of þreytt, þá á ég það til að geta ekki sofnað, næ mér ekki niður. Enda verið í botnlausri vinnu frá morgni og fram á nætur. Það sem liðið er af nóttinni er ég er búin að lesa í námsbókunum og lesa bækur um listamenn, borga reikninga í heimabanka og sitthvað fleira, ætlaði að grípa símaskránna og vita hvort ég myndi ekki sofna út frá henni en mundi þá eftir því að ég hef ekki haft neinn tíma til að blogga, svo auðvitað dríf ég í því núna.

Síðustu vikur hef ég verið í 5 vikna skemmtilegum kúrs, þar sem við eigum að búa til videó verk eða hljóðverk. Ég hef setið með sveittan skallann og stúderað tölvur og klippi forrit og margsinnis óskað þess að ég gæti töfrað Betu Ronalds til mín, hún væri sjálfsagt ekki lengi að kenna mér þá list.

Ég tel orðið niður dagana fram að páskafríi, langar svo að eyða meiri tíma með fjölskyldunni minni og leggja fram krafta mína til heimilisins. Húsband hefur séð um innkaup, eldamennsku og tiltekt ásamt 2 dætrum...ekki það ég vorkenni þeim ekki baun, þau eru fullfær og vön, mig langar bara svo að vera með í því. Það eru oft bestu stundirnar þegar við erum öll saman í þessu, tölum mikið saman og skemmtum okkur. Nokkrum sinnum hefur þessi elska skotist í skólann með mat til mín því ég hef ekki mátt vera að því að fara heim að borða.

Nú og svo hef ég tekið góða syrpu í læknisheimsóknir.....fór til lungnasérfræðings sem sagði mér það sem ég vissi...ég er verri en síðast þegar ég hitti hann enda enn reykjandi og er á síðasta séns...á morgun verða nýju reykingalyfin leist út og harka sett í þau mál. Þar næst hitti ég meltingarsérfræðing sem gaf mér lyf gegn aukaverkunum af reykingalyfinu....eitthvað sem ekki fæst á landinu og hann fær eftir öðrum leiðum. Svo var það tannsi með tilheyrandi kostnaði og leiðindum....veit fátt leiðinlegra en að liggja í stól og gapa. Nú svo að lokum hitti ég bæklunarlækninn sem ég er búin að bíða eftir í eitt ár. Hann stakk mig mörgum sprautum neðst í bakið....þar sem ég lá á borðinu undir röntgen græjunni, kreppti ég hnúana og hvæsti milli saman bitinna tannanna. en langaði mest af öllu að sparka í hann....hvernig í ands....... datt þér í hug að velja þér þetta starf? er þetta ekki ömurlegt?   Haha heyrðist í lækni, ég er réttu megin við sprautuna.W00t Leikurinn verður svo endurtekinn eftir helgi, þá bætir hann við fjöldann, ég get ekki sagt að mig hlakki til en verð þó dauðfeginn þegar það versta er yfirstaðið þá verð ég verkja minni og þarf ekki að haltra um eins og gamalmenni þó ég stefni vonandi í þá átt að verða gömul og sæt.

Ég fékk krúttkast ársins þegar ég horfði á fréttatíma ruv í kvöld, þar kepptu gamlingjar í frjálsum 70 ára og eldri. Þvílíkir snilldartaktar hjá þessu fullorðna fólki, sá nokkur gamalmenni reyna við hástökk, stöngin var rétt hærri en dýnan en yfir komust þau.... W00t

jæja er farin í ból...heyrumst elskurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var dásamlegt viðtalið við þennan 81 árs gamla keppanda.Og fréttin öll frábær

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

já það var skemmtilegt að sjá þessa frétt, sannarlega

Gangi þér vel Krumma mín í að verða reyklaus og vonandi hefur þessi illa meðferð læknisins á þér góð áhrif.

Kveðja af skaganum

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.3.2008 kl. 10:13

3 Smámynd: Kolgrima

Það er greinilega nóg að gera og allt skemmtilegt!

Gangi þér vel með að hætta að reykja 

Kolgrima, 3.3.2008 kl. 13:38

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Taktu einn dag í einu það er nóg stundum hálfan dag.Þetta ráð dugði mér ég hef verið reyklaus í tíu ár eftir þrjátíu og sex ár í reyk.

Guðjón H Finnbogason, 3.3.2008 kl. 14:00

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú kallar ekki allt ömmu þína vúman.  Rosaleg sigling er á þér.  Nú er að slaka á yfir páskana og hreyfa ekki legg né lið að óþarfa.  Óska þér góðs bata og að reykingarlyfið virki á þig 1-2-3.  Ég er búin að fá resept.  Stefni á maí en kannski maður fari fyrr í slaginn.  Er orðin svo þreytt á helsinu.

Knús og takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2008 kl. 15:59

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekkert smá dúlluleg frétt.  Þú ert svaka dugleg.  Hlakka til að hitta þegar ég kemst norður, vonandi í apríl.  KNús dúllan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 20:00

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Össur hvað!    Passaðu þig að ofkeyra þig ekki, láttu þér batna og vonandi virka þessar sprautur

Tillaga: Bloggvinahittingur þegar Ásdís kemur norður?!

Huld S. Ringsted, 3.3.2008 kl. 20:18

8 identicon

Það sem þú ert ekki að ganga í gegnum!!   Gangi þér vel að hætta að reykja.

Vildi óska að ég gæti töfrað mér til þín - en svo er alltaf hægt að hringja ef þig vantar aðstoð.  Tek mér þá bara kaffipásu með tilheyrandi rettu og geri hvað ég get gegnum símann.  Er í símaskránni.

Elisabet R (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 01:16

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hæ girls....já nú er blússandi sigling á minni, klippi videó eins ég eigi lífið að leysa.

Huld stefnum á hitting þegar Ásdís kemur.

Beta takk fyrir boðið, ég hika ekki við að hringja ef ég verð alveg strand.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.3.2008 kl. 08:01

10 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

innlitskvitt... dúllan mín... knús og kossar...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 4.3.2008 kl. 22:58

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Forkur ertu - bara eins gott að þú komist í ró um páskanna. Helv... reykingarnar, bara að þær gætu látið lungun vera.

Gangi þér vel í vídeóinu!

Edda Agnarsdóttir, 5.3.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband