Sprautur, nömm og köff.....

Ég hentist upp á sjúkrahús í morgun til að fara í baksprautur....kom við í vinnunni hjá húsbandi og kippti honum með, hann skyldi  sko horfa upp á þjáningar mínar og vera mér til halds og trausts, ekkert fútt í að þjást einn.

Gekk kokhraust inn á röntgen en var komin með angistarsvip þegar ég var lögst á fjölina undir tækinu.

Hik kom á lækninn þegar hann snaraðist inn og  sá húsband standa þarna, haldandi í höndina á mér eins og það væri að fara fram aftaka og sagði: uuuu ummm sko .......hafðu stól nálægt þér góurinn, við höfum allt of oft fengið hér inn hugprúða menn sem hníga svo í gólfið þegar ég byrja að stinga, hef meira að segja þurft að sauma þá saman eftir að vera búin að sinna sjúklingnum.

Húsband lét sér hvergi bregða enda öllu vanur maðurinn, leyfði mér að kreista á sér höndina þegar læknir fór að stinga, hann kreisti bara á móti svo ég myndi ekki handarbrjóta hann og strauk mér svo um kollinn eins og litlu barni.

Þegar ég hökti svo út í bíl á eftir fór hann óðamála að lýsa fyrir mér hvað þetta hefði nú verið magnað, þú hefðir átt að sjá nálina, hún var svona löng( handarhreyfing) og hann var svo öruggur, stakk og rakst á bein en færði þá nálina þangað til hún var komin á sinn stað og þetta gerði hann SEX sinnum!!!!  að hann skyldi ekki stinga í gegnum þig......... ég horfði á hann grimmum augum...... heldurðu að þetta hafi farið fram hjá mér?????

Nú nýt ég þess að liggja fyrir og láta stjana við mig, allt samkvæmt læknisráði....ét nömm, drekk köff  og horfði á vídeó

What a life.....Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við systurnar erum líka mikið fyrir nömm, köff og súkkulöð.  Hehe.

Fór í beinmergsástungudæmi í haust, húsband hélt í hönd en ég var staðdeyfð (það var samt ógissla vont).  Fékk líka svona nákvæmar upplýsingar um stærð ástunguvélar, eins og það hafi farið fram hjá mér þegar vinnuvélin tróð sér inn í bein á mér og það brakaði hástöfum.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

ha ha súkkulöð...mmmm

Annars hefði ég getað sagt mér það sjálf hvernig húsband myndi bregðast við, tók hann nefnilega með í magaspeglun um árið, hann og læknir skemmtu sér konunglega við að skoða í mér innvolsið, að lokum dró hann slönguna upp en sagði svo, hei ég gleymdi að sýna þér eitt og tróð slöngunni aftur niður.....á meðan engdist ég um og kúgaðist menn?????

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.3.2008 kl. 15:07

3 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha rosalega er kallinn þinn hugaður Krumma mín, eins gott að ég fari ekki í svona. Minn myndi annaðhvort steinliggja í gólfinu eða gera tilraun til að lemja lækninn. Konan er svo heilög á þessu heimili.

Hvað er að þessum köllum ? Héldu þeir að þið tækjuð ekkert eftir ?

Hehehe

Ragnheiður , 19.3.2008 kl. 16:00

4 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

flott lýsing... ég hefði vilja sjá svipinn á Bjarka... hehehehe... en vonandi að þetta hjálpi þér eins og það hefur hjálpað mér í gegnum tíðina... farðu vel með þig og ekkert hopp og hí næstu daga... nema að þú fáir að vera undir... hehehhe...

Byð að heilsa öllum...love you 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 19.3.2008 kl. 16:54

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Magga.... dóni

ég hlakka til að fara aftur á stjá er viss um þetta muni hjálpa. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.3.2008 kl. 17:10

6 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Góða helgi og hagið ykkur vel,sko maður getur farið í bakinu við hin minnstu verk (athafnir)

Guðjón H Finnbogason, 19.3.2008 kl. 17:15

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

góða helgi til þín líka Guðjón......jú við tökum því auðvitað rólega hehe .....svo eru til kínverskar aðferðir.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.3.2008 kl. 17:22

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

þið eruð nú óborganleg hérna já farðu vel með þig Krumma mín.

Guðrún Jóhannesdóttir, 19.3.2008 kl. 17:55

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég ligg í kasti bæði eftir pistil og komment - segi eins og síðast ræðumaður "þið eruð óborganleg"!

heilsist þér vel Krumma mín!

Edda Agnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 18:43

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk kæru vinir fyrir fallegar kveðjur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.3.2008 kl. 18:52

11 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 19:15

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Haha þú sniðug að taka húsbandið með þér, ég er viss um að þú færð ennþá meira dekur fyrir vikið

Njóttu þess að borða nömm, drekka köff og láta stjana við þig

Huld S. Ringsted, 19.3.2008 kl. 20:33

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var nokkuð Guðni Arinbjarnar að sprauta þig?? hann er svoddan töffari en góður samt.  Sprautu knús norður til þín og vona að þér líði þokkalega  Bunny Face  Easter Bunny  Chick

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 23:30

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Nei hann heitir Bjarki Karlsson sá sem sprautaði mig....sérfræðingur í baki, mjög flinkur og já ég er mikið betri

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.3.2008 kl. 11:40

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

nömm og köff Farðu vel með þig!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2008 kl. 12:04

16 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk Hrönn.....já og súkkulöööð

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.3.2008 kl. 12:05

17 Smámynd: Öll lífsins gæði?

Nömm og köff minnir mig á tíma þar sem félagahópurinn hætti að fallbeygja nafnorð og beygði í staðinn öll orð skv. kennimyndum sagna. Þannig var nammi beygt svona: Nammi - nömm - nummum - nommið og kaffi var: kaffi - köff - kuffum - koffið. Grínarinn Laddi var: Laddi - Lödd - Luddum - Loddið.

Öll lífsins gæði? , 20.3.2008 kl. 17:44

18 identicon

Ég er eins og þú veist ein af aðstandendum síðunnar Öll lífsins gæði? og var skráð inn á hana í stað minnar eigin þegar ég skrifaði athugasemdina hér á undan. Þessi átti sem sagt að ver í mínum nafni:

Nömm og köff minnir mig á tíma þar sem félagahópurinn hætti að fallbeygja nafnorð og beygði í staðinn öll orð skv. kennimyndum sagna. Þannig var nammi beygt svona: Nammi - nömm - nummum - nommið og kaffi var: kaffi - köff - kuffum - koffið. Grínarinn Laddi var: Laddi - Lödd - Luddum - Loddið.

Þú mátt eyða hinni.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 17:49

19 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ha ha góð...nammi nömm nummum nommið.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.3.2008 kl. 18:22

20 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Heyrðu var að senda þér póst - en fæ hann alltaf til baka! Ef þú ert með netfangið mitt viltu vera svo góð góða mín að senda mér nett-fangið þitt mín kæra?

Edda Agnarsdóttir, 21.3.2008 kl. 10:04

21 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gleðilega páska sterka kona!

Edda Agnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 12:00

22 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

vonandi gengur vel núna !

Blessi þig í Páskaljósinu !

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband