Hæ, bara aðeins að láta vita af mér......

Eins og það er nú gott að vera í fríi, borða góðan mat og gera bara það sem er skemmtilegt þá er ég fegin að hversdagurinn skuli vera skollin á....nú er það bara fiskur og salat sem verður á matseðlinum og vinnan tekur við.

Lolla vinkona og fjölskylda var hjá okkur um páskana og ýmislegt var brallað. Megnið af fólkinu fór á skíði enda veðrið til þess ,svo var borðaður góður matur, spilað, farið í leikhús og við nutum tímans saman í botn.

Við fórum að sjá dubbel duch sem er frábært stykki, sem fjallar meðal annars um fjölskyldu leyndarmál    ...rangfeðruð börn og samskiptaleysi fólks....þekki svona dæmi sjálf og þær ömurlegu afleyðingar sem þetta hefur á líf allra sem málið varðar.  

Annars er ég svaka ánægð með sprauturnar, er miklu betri í bakinu þó ég sé ekki orðin góð, verð sennilega  enn betri þegar ég kemst aftur í ræktina....

Næstu dagar fara svo í undirbúning á lokaverkefni....hlakka til að fara í þá lotu, það er svo gaman að takast á við nýja hluti...

síjú gæs... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að heyra að bakið sé eitthvað skárra.  Hér verður líka fiskur og salat í kvöld, komin með upp í eyru af kjöti og mega mat.  Knús norður til þín elskuleg  Big Hug

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 16:22

2 identicon

Sprautur úff.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 18:20

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Gangi þér vel.

Guðjón H Finnbogason, 25.3.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gangi þér vel í lokaverkefninu

Huld S. Ringsted, 25.3.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott að heyra að þú hefur átt skemmtilega páska.  Bjóst reyndar ekki við öðru ég held að þú sér lífisns gleðipinni.

Baráttukveðjur inn í vikuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 23:09

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

æææææææææ  afhverju er verið að sprauta þig í bakið ?????? 

Maður er komin hér heim og það er þvílíkur kuldi úti en gott að fá hlýtt faðmlag frá móðir þinni í morgun

Erna Friðriksdóttir, 27.3.2008 kl. 16:47

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jú sprauturnar fæ ég vegna þess að ég er með svo mikið slit í bakinu og mjaðmagrindarlos.....með krónískar bólgur og verki, gat varla gengið og sofið, hef reyndar hummað þetta fram af mér síðustu 10 ár..... en nú er allt betra..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:27

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér vel með lokaverkefnið, sem er í raun byrjun á nýju spennandi og já, misjafnt hverning það leggst í fólk.

Blessi þig inn í helgina

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.3.2008 kl. 12:03

9 Smámynd: Fríða Eyland

Hvenær verður lokaverkið afhjúpað ?

Fríða Eyland, 28.3.2008 kl. 12:20

10 Smámynd: Brynja skordal

Takk fyrir að samþykkja bloggvináttu hafðu góða helgi

Brynja skordal, 28.3.2008 kl. 12:30

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fríða: lokaverkefnið sýni ég sennilega í endann á apríl....tek myndir og set inná bloggið.

Brynja: takk fyrir bónorð og góða helgi sömuleiðis 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.3.2008 kl. 13:06

12 Smámynd: Fríða Eyland

Þarf aðeins nákvæmari upplýsingar en þetta þegar nær dregur. Gangi þér allt í haginn

Fríða Eyland, 28.3.2008 kl. 14:23

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

kveðja til þín Krumma mín

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.3.2008 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband