Eintóm hamingja......

Þetta er nú meiri dýrðarinnar dásemdar dagurinn....það var glampandi sól og 10 stiga hiti í dag.

Húsband reif sig upp fyrir allar aldir og fór út að hlaupa með hlaupahópinn sinn...var svo uppveðraður eftir það að hann rauk beint í tiltekt eftir að hann kom heim...ég vaknaði við skarkalann og ilmandi kaffilykt, mikið sem ég elska laugardaga það er svo gott að geta tekið því rólega, flett blöðum spjallað við húsband og drekka saman morgun kaffi

Við skelltum okkur svo í bæinn um miðjan daginn..kíktum á kaffihús og nokkrar myndlistar sýningar

Nú erum við farin að telja niður í klukkutímum eftir að nýja barnabarnið komi í heiminn..móðirin er lögst inn á sjúkrahús og verður skorin á mánudagsmorgun...hlakka alveg svakalega til InLove

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Knús á þig Krumma mín! Mig langar norður á allar sýningar og fleira - ef það eru fleiri bloggvinkonur þínar sem vilja fara gætum við hópast saman í ferð? Látið vita.

Edda Agnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús á þig Krumma mín, það væri gaman að geta hist.  Gerum það örugglega stelpur við tækifæri.

Knús yfir heiði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2008 kl. 09:54

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Edda ég veit að vinkona okkar Fríða Eyland er að spá í að koma norður, þetta er reyndar frábær hugmynd að smala saman í bíl og skella sér norður.

Jenný ef þú kemur ekki norður með liðinu, þá kem ég suður í byrjun júní...gætum hist þá. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.5.2008 kl. 11:12

4 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

uummm ... ég get ýmindað mér þetta... smá öfund.... en hún er holl... hvenær ætlaru að finna ssvona húsband handa mér...??? hehehe...

knús til ykkar beggja... hlakka til að vita hvað ömmubarnið verður ... strákur eða stelpa...

það væri nú gott fyrir ykkur að fá einn strák í liðið...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 4.5.2008 kl. 14:52

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já Magga mín svona karlmenn liggja víst ekkert á lausu...margir tala um hvað ég sé heppinn, því fer fjarri því þetta var meðvitað val.

Strákur mín megin væri vel þeginn en þeir eru víst einir 9 í hinni fjölskyldunni..þar er beðið eftir stelpu. knús á þig. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.5.2008 kl. 16:48

6 Smámynd: Helga skjol

Yndislegt húsband sem þú átt krumma mín.

Knús inní sunnudagskvöldið

Helga skjol, 4.5.2008 kl. 18:35

7 Smámynd: Anna Guðný

Hefði sem sagt hentað ykkur betur að það hefði bara komið eitt af hvoru.

Og allir ánægðir.

Hafðu það gott.

Anna Guðný , 4.5.2008 kl. 23:49

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú er barnið sjálfsagt að koma í heiminn, en spennandi.  Þú setur inn fréttir og myndir  ekki satt.  Hafið það sem allra best öll saman. Sólskinskveðja frá Selfossi.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 09:35

9 Smámynd: Anna Guðný

Já einmitt Ásdís og nú er það alveg örugglega komið, strákur-stelpa-strákur-stelpa. Ja allavega annað hvort. til hamingju amma.

Anna Guðný , 5.5.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband