Allir í sjöunda himni....

Takk öll  fyrir fallegar kveðjur.....hér koma svo fyrstu myndir af litlu maí sólinni....er svo lánsöm að eiga tvær, 2 maí og 5 maí.

Myndgæðin eru ekkert sérstök því auðvitað gleymdi ég myndavélinni heima í öllum spenningnum, reddaði mér á símanum.....

DSC00329    Litla snótin fæddist svöng, er búin að vera á brjósti síðan hún kom í heiminn en svo þurfti mamman að hvíla sig þá reddaði maður sér bara með því að sjúga fingurinn..

 

Annars segir Birna ömmusystir að hún sé bara eins og aðrir í fjölskyldunni...lítil og sísvöng.....

 

 

 

DSC00183

Litla maísólin hjá ömmu Krummu...

 

 

 

 

 

 

DSC00182

Og hér rekur maður bara út úr sér tunguna, til hliðar sést í bros á mér sem reyndar hefur ekki farið af mér í allan dag og í bakgrunninn sést í mömmuna sem er orðin ansi lúin eftir svefnlausa nótt og strembinn dag

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jedús minn almáttugur hvað hún er yndisleg. Hugsa sér komin í föt allt í einu og er búin að vera að svamla í vatni í 9mán, hvernig skildi henni finnast það?? enn og aftur innilega til hamingju. 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Æji enn og aftur til hamingju amma, þetta er snúllan. Og auðvitað kveðjur til foreldranna og Vals afa :)     Gaman að sjá myndir

Erna Friðriksdóttir, 5.5.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: Kolgrima

Vá, hvað hún er sæt! Til hamingju með litla engilinn

Kolgrima, 5.5.2008 kl. 18:24

4 identicon

Lítil,svöng og SÆT þannig erum við konurnar í okkar fjölskyldu.Ömmusystir hljómar eins og ég sé 89 ára hehehehehe.Knús á ykkur Er enn að hlæja að þessu með blinduna og hálskirtlana hahahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 19:04

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jesúsamía hvað maður er fallegust.  Arg og krúttkast í næsta vegg.

Svo ullar maður bara, daman er með attitjúd.  Mér líkar það vel.

Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2008 kl. 19:53

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Stelpur hún er svo yndisleg...fer bara ekki úr huga mér

Ljósurnar hafa hlegið sig máttlausar í allan dag...hafa ekki rekist á svona skapstóra litla hnátu í háa herrans tíð, litla daman fer að orga um leið og brjóstið fer úr munninum, og það skiptir engu máli þó ekkert komi úr því.

Stóra systir kom í heimsókn til litlu systur og byrjaði á því að rífa hana úr spjörunum skoðaði tær og fingur og spurði svo spekingslega....er búið að taka úr henni hálskirtlana????  hún fór nefnilega sjálf í þannig aðgerð í fyrra og finnst enginn maður með mönnum nema vera búin að fara í gegnum þannig aðgerð. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.5.2008 kl. 20:58

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Jeminn!! til hamingju með litlu dúlluna, hún er nú meira krúttið

Knús á þig

Huld S. Ringsted, 5.5.2008 kl. 20:58

8 Smámynd: Helga skjol

Fallegust þessi unga dama. Innilega til hamingju með ömmudúlluna

Helga skjol, 5.5.2008 kl. 21:45

9 Smámynd: Brynja skordal

je minn hvað hún er falleghahaha stóra systir yndisleg með spurninguna um hálskirtlana

Brynja skordal, 6.5.2008 kl. 01:02

10 Smámynd: Fríða Eyland

Æðislegt undur, ó guð.

Hamingjuóskir frá mér á alla.

Frábær neðsta myndin auðvitað allar þrjár en neðsta er bara  snilld. 

Kveðja frá kleppsholti

Fríða Eyland, 6.5.2008 kl. 11:29

11 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

oooooooo algjört krútt

og ullar svo bara á heiminn, æðisleg dúlla.

já, er búið að taka úr henni hálskirtlana frábær spurning,  að sjálfsögðu ofarlega í huga eftir aðgerðina 

Knús á alla fjölskylduna og ekki síst á krúttmolann maísólina þína Krumma mín, sendi henni fullt af kærleik og ljósi 

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.5.2008 kl. 11:40

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hún er yndisleg - algjör snilld - það er eins gott að það sjáist strax að hún líkist ömmu sinni í karakter!

Edda Agnarsdóttir, 12.5.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband