Harmleikur í Portugal

Hræðilegt þetta mál með Kate McCann. Ég bara trúi því ekki að foreldrarnir hafi eitthvað með hvarf dótturinnar að gera, því það fólk sem gerir börnum sínum mein er yfirleitt ekki heilt á geði, og eftir því sem ég best veit er faðir stúlkunnar starfandi hjartaskurðlæknir, væri það nú varla ef hann væri klikk.
Ef þetta er slys af hendi foreldra, myndi maður þá ekki kalla eftir hjálp, heldur en að setja á svið einhverja leiksýningu eins og lögregla er farin að halda fram að foreldrarnir hafi gert, æ ég veit það ekki, þetta minnir svolítið á svipaðann atburð sem átti sér stað í Ástralíu fyrir mörgum árum. Þar hvarf 9 vikna gamalt barn úr tjaldi, móðirin var sakfelld fyrir morð, sat inni í mörg ár, svo kom í ljós síðar meir að hún var saklaus.
Því miður gerist það bara allt of oft að saklausir eru dæmdir, og þá einmitt oft við svipaðar aðstæður þið vitið, heimurinn fylgist með gangi mála, fréttamenn eru með sífeldan fréttaflutning og lögregla er undir gífurlegri pressu frá öllum að leysa málið, og einmitt þá í einhverri örvæntingu gerist það að sekt er klínt á saklausan.
Æ þetta er eitthvað svo hrikalegur harmleikur, veit ekki hvort ég hefði það af að vita ekki um afdrif barnsins míns og vera undir smásjá heimsins.
mbl.is Móður Madeleine boðið að játa gegn vægum dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Rós Antoníusdóttir

Því miður er það nú samt bara þannig að foreldrarnir eru líklegastir til að vera sekir.

Inga Rós Antoníusdóttir, 7.9.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég veit ekki hvort foreldrarnir eru eitthvað líklegri en aðrir sem yfirheyrðir hafa verið, þeir hafa verið eltir á röndum síðan þau tilkynntu um hvarfið af fjölmiðlum. Skil ekki hvernig þau ættu að hafa getað komið barninu fyrir, verandi undir smjásjá.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.9.2007 kl. 23:43

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það er ekki það sem ég á við að menntaðir geta að sjálfsögðu verið veikir eins og annað fólk og kannski ekki síður heldur er oft undanfari að svona voðaverkum þú veist, vinir, vandamenn og samstarfsfólk merkja oft breytingar löngu áður en atburðir gerast og enn hef ég ekki heyrt eða lesið neitt um það að þetta fólk hafi sýnt skrítna hegðun, ætlaði alls ekki að dæma neinn sjálf, menntun hefur ekkert með manngildi að gera, veit það manna best sjálf, það er til skrítið fólk í öllum hópum og á öllum stigum mannlífsins. Það sem átti við með því að maðurinn væri hjartaskurðlæknir var það að hann vegna starfsins hlítur að hitta margt fólk og varð enginn var við neitt undarlegt í fari hans? Er bara að velta þessu fyrir mér.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.9.2007 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband