Krumma í Finnlandi.

Það er ekki laust við að ég sé spennt og full af tilhlökkun, ástæðan? jú húsbandið mitt kemur á morgun og ég tel niður sekúndurnar.
Skap og geð færðist upp um nokkrar prósentur í dag og mér gekk vel að mála, það er að segja um leið og ég fór að slaka á og ýta til hliðar fljótfærninni.
Mikið langar mig annars í almennilegan mat. Það er að vísu mötuneyti í skólanum en einhvernveginn tekst þeim alltaf að elda allt bragð úr matnum, alveg furðulegur andsk....og svo vitiði hvernig mötuneytis matur er, maður hleypur ekkert að afgreisluborðinu í áfergju. ooo Jæja ég fitna ekki á meðan.
Veturinn er óðum að færast nær og það er orðið ansi kalt á kvöldin, en Finnarnir hlæja bara að mér þegar ég tala um kulda, bíddu bara segja þeir, bráðum finnurðu sko KULDA. Ég get ekki beint sagt að mig hlakki eitthvað brjálæðislega til, en hvað um það.
Ég reikna ekki með að blogga eitthvað mikið næstu daga því ég verð á strauinu um alla borg með elskulegan eiginmann í eftirdragi, en bless þangað til næst.
overendát.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús til ykkar hjóna.Kalt birrrrrrrrr. Þoli ekki kulda. Borða prótein þá verður manni hlýtt  eða hlýrra.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 08:27

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Þið eruð flottustu hjón sem ég veit...

Njóttu veru hans hjá þér og ég VEIT þér verður ekki kalt á meðann allavega... hehehehe... 

KNÚS... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 20.9.2007 kl. 21:05

3 identicon

hæhæ vildi bara kasta kveðju á ykkur pabba, hafið það gott og vonandi skemmtið þið ykkur vel. héðan er allt rólegt að frétta nema ég skrifaði undir í dag og er orðinn húseigandi af Arnarsíðu  og bíð ég bara eftir að fara að geta unnið í íbúðinni. ég sakna ykkar mikið og vonandi verður tíminn fljótur að liða þangað til þú kemur heim. en jæja er farin að gera eitthvað, Love ya

Selma Klara (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 21:39

4 identicon

Smá kveðja frá Blönduósi, var að uppgötva síðuna þína, á alveg örugglega eftir að kíkja oftar við.  Hafið það gott um helgina og gangi þér vel í skólanum:-D

Kv. EBj

Erna Jónm. (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband