Sitt lítið af hverju.....

Ég var í heimspeki tíma í gær, sem væri svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að umræðuefnið var um femínisma....átti að vera um femínisma séð frá sjónarhorni list og fagurfræðinnar en umræðurnar fóru út um víðan völl. Við vorum 3 sem áttum að vera andmælendur en fyrir það fyrsta þá vorum við ekki sammála um nokkurn skapaðan hlut  og tíminn leystist upp í háværar og skarpar umræður. Það var áberandi hvað unga fólkið hafði sterkar skoðanir um það að jafnrétti hafi verið náð en þeir sem eldri eru töldu töluvert vanta uppá ennþá.....var að velta fyrir mér hvernig stæði á þessari mismunandi upplifun og því hvað mörgum er uppsigað við orðið femínismi....mín vegna mætti þetta heita kóka kóla svo lengi sem áherslurnar eru þær sömu, þ.e.a.s. sömu tækifæri fyrir alla og sömu laun fyrir sömu vinnu.....

Ég tók þó eftir því að yngra fólkið þekkir lítið til sögunnar eða þá að það hefur litla þekkingu á samfélags gerðinni og les lítið um athuganir eða rannsóknir sem gerðar hafa verið um stöðu kynjanna...

En að öðru... þá er vitlaust að gera eins og endranær sólarhringurinn dugar aldrei fyrir verkefni hvers dags og ég ýti á undan mér því sem þarf að gera....en skemmtilegt er allt þetta stúss samt..Wink

Nú er klukkan að verða 12 á miðnætti og ég verð að tygja mig í háttinn....verð eitthvað minna við bloggið næstu dagana, ef einhver skyldi sakna mín...W00t

síjú...Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er alveg til í að gefa þér nokkra klukkutíma, ég á nóg afgangs reyni að sofa uppí dauðan tíma.  Hlakka til þegar ég kemst norður næst og get mælt mér mót við þig á BLáu könnunni.  Knús til þín Krumma mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Kolgrima

Ungt fólk er svo bjartsýnt og trúir á mátt sinn og megin!

Stelpurnar trúa því ekki að þær muni ganga á ósýnilega veggi og strákarnir vilja ekki horfast í augu við að þeir hafi töluvert forskot á stelpurnar af því að þeir eru strákar. Betra fyrir egóið og skemmtilegra fyrir þá að trúa því að þeir séu hæfari og betri. Enda gera þeir það svo sem flestir en af hverju er mér óskiljanlegt

Takk fyrir þessa færslu. 

Kolgrima, 21.2.2008 kl. 00:08

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Innlitskvitt á þig kæra vinkona... mundu... mér þykir ofboðslega vænt um þig.. P.S. það eru komnar niðurstöður að utann... við hefjum lyfjameðferð á morgun fimmtudag... KNÚS

Margrét Ingibjörg Lindquist, 21.2.2008 kl. 00:20

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

knús til þín Krumma mín

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.2.2008 kl. 00:43

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæra Krumma, það er rannsóknarefni af hverju sumar ungar konur telja að jafnrétti sé náð! Það er eitthvað meira en lítið skrítið þegar ójafnréttið er hrópandi. Vinnum í þessu. Með bestu femínistakveðjum,

Hlynur Hallsson, 21.2.2008 kl. 01:25

6 Smámynd: M.Sól Thorlacius

Sæl mín kæra !

Einhvernveginn rakst ég á bloggið þitt og er sko búin að lesa og lesa ekki lesið svona mikið síðan ég var fóstur en hvað um það, gaman að finna þig hérna í netheiminum. Við getum meira að segja verið bloggvinir en ég bara kann það ekki ! 

Kossar og knús Magga Sól norðvestan megin ;O)

M.Sól Thorlacius, 21.2.2008 kl. 10:16

7 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Bara að kasta á þig kveðjur áður en ég fer sem tilsjónarmaður með systur þinni út fyrir landsteinana, mikið var gaman að taka eina vakt með móðir þinni í morgun, mætti meira að segja mjög snemma til að snatta aðeins með henni  .. Hafið þið það sem allra best og kanski læðist maður nú á netið úti á meðan ég læt systur þína taka síðdegislúr , ef það tekst hmmmmmmm he he he he

Erna Friðriksdóttir, 21.2.2008 kl. 16:49

8 identicon

Meira en lítið skrítið.  Já.  En vil benda á bloggið hennar Kolgrímu þar sem hún vitnar í þessa grein í Guardien.   Þar segir meðal annars; "Let a statement by the magnificent Harriet Tubman stand as reply. When asked how she managed to save hundreds of enslaved African-Americans via the Underground Railroad during the Civil War, she replied bitterly: "I could have saved thousands - if only I'd been able to convince them they were slaves.""

Sannleikur sem stingur í hjartastað.

Og ps. Hrafnhildur þakka þér kærlega Brúðgumakveðjuna um daginn.  Missti af henni og sá fyrir algjöra tilviljun áðan.  Takk. 

Elisabet R (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:20

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sæl Krumma krútt. Góð færsla og ég er komin aftur.

Edda Agnarsdóttir, 21.2.2008 kl. 22:30

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Helga: velkomin heim og gott að heyra frá þér..

Ásdís: ég þigg alveg nokkra klukkutíma frá þér..geturðu sent mér þá í tölvupósti? Og svo kemurðu í kaffi í sumar

Kolgríma:Það er einmitt málið, þetta unga fólk á eftir að reka sig á og þá vakna þau upp við það að hlutirnir eru ekki alveg eins og þau halda..

Magga: frábært að það skuli loks vera hægt að hefja lyfjameðferð....love you to

Guðrún: sömuleiðis

Hlynur:Takk fyrir femma kveðjur já það er sko sannarlega pæling af hverju ungar konur eru svona illa upplýstar.

Maaaaggga sól mín kæra, gaman að sjá þig hér, ég adda þér inn sem bloggvin, hlakka til að heyra meira frá þér.

Erna: gott að vita að systir hefur tilsjónar mann skemmtið ykkur vel og fallega...geturðu náð í smá brúnku fyrir mig??

Elísabet: elska þetta nafn...á sjálf eina Elísabetu sem er kölluð Beta held einmitt að þetta sé málið... "if only I´d been able to convince them they were slaves"" ég umgengst mikið af ungum konum í skólanum og það er sláandi hvað þær vita lítið um þá baráttu sem mæður okkar og ömmur lögðu á sig til þess að vinna að jafnrétti hvað þá hver staða kvenna er í dag, það vantar hugsjónir í þetta fólk, því nægir að horfa á bold and beautiful, innlit útlit og ganga í nýjustu merkjavörunni....arg get orðið svo pirruð yfir þessu, hvað þá að þetta sama lið láti sig varða fólk út í heimi...

já og enn og aftur, frábærlega unnið verk hjá þér..Brúðguminn. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.2.2008 kl. 22:42

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Edda: gaman að heyra frá þér aftur....saknaði þín

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.2.2008 kl. 22:43

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Bless inn í nóttina

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 23:14

13 identicon

 

Er á bókasafninu og líður eins og ég sé sambandslaus við umheiminn sem ég er.Arg tölvulaus manneskja er einangruð.Faðm og knús.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:11

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég líka þín.

Edda Agnarsdóttir, 22.2.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband